Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Gamli bærinn minn“ hljómar á ný
Þriðjudagur 27. ágúst 2019 kl. 06:48

„Gamli bærinn minn“ hljómar á ný


Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður, hefur veitt Reykjanesbæ heimild til að láta hið gullfallega og sívinsæla lag hans; „Gamli bærinn minn“ hljóma aftur strax að lokinni flugeldasýningu á Ljósanótt.

Þar með tilheyra ágreiningsmál fyrri tíðar sögunni til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gunnar hefur einnig veitt Reykjanesbæ heimild til að nota lagið undir myndasyrpu sem tekin var saman í tilefni af 25 ára afmæli Reykjanesbæjar og birt verður á Reykjanesbaer.is innan skamms. Meðfylgjandi mynd af Gunnari og Kjartani Má bæjarstjóra var tekin í síðsumarsblíðunni nú á dögunum.