Mannlíf

„Ég er frekar jákvæð og lífsglöð manneskja“
Mánudagur 18. mars 2019 kl. 09:00

„Ég er frekar jákvæð og lífsglöð manneskja“

María Rós Björnsdóttir er sextán ára Sandgerðingur. Hún er FSingur vikunnar að þessu sinni.

Á hvaða braut ertu?
Ég er á Félagsvísindabraut.

Public deli
Public deli

Hver er helsti kostur FS?
Alltaf frí og Domino’s pizza á viðburðum.

Hver eru áhugamálin þín?
Áhugamálin mín eru vinir, tónlist og fótbolti.

Hvað hræðistu mest?
Ég er mjög lofthrædd.

Hvaða FSingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Birta Líf verður CrossFittari.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Skúli Guðmunds.

Hvað sástu síðast í bíó?
A Star is Born.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Það vantar tyggjó og meira mööööns.

Hver er helsti gallinn þinn?
Ég er mjög lengi að öllu.

Hver er helsti kostur þinn?
Ég er frekar jákvæð og lífsglöð manneskja.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?
Instagram, Snapchat og Spotify.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ég myndi sleppa að gefa fjarvistir fyrir veikindi, hafa eyðuna á föstudögum í byrjun dags og fleiri bílastæði.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Fólk verður að hafa gaman af lífinu.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Félagslífið er bara fínt en mætti alveg vera betra.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Stefnan er að verða barnasálfræðingur í framtíðinni.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?
Stutt í allt og mjög kósý að þekkja nánast alla.


Uppáhalds...:
...kennari? Inga Lilja.
...skólafag? Stærðfræði.
...sjónvarpsþættir? Friends allan daginn.
...kvikmynd? The Call.
...hljómsveit? Ég á enga uppáhaldshljómsveit.
...leikari? Melissa McCarthy og Channing Tatum.

Umsjón: Jón Ragnar Magnússon.