Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

  • Zumba í Reykjanesbæ á Ljósanótt
  • Zumba í Reykjanesbæ á Ljósanótt
Föstudagur 4. september 2015 kl. 07:19

Zumba í Reykjanesbæ á Ljósanótt

Zumba er skemmtileg líkamsrækt þar sem dansað er við Suður-Ameríska tónlist. Í Sporthúsinu að Ásbrú eru fjórir zumbatímar í viku og þar ræður ríkjum Aneta Grabowska, gjarnan kölluð Aneta Zumba og hefur hún kennt Zumba í Sporthúsinu síðan það var stofnað haustið 2012.

Það er alltaf gleði og gaman í tímum hjá Anetu og ekki skemmir fyrir að það hafa myndast vinatengsl í hópnum og fyrir utan að dansa fjórum sinnum í viku þá hittast konurnar heima hjá hver annarri eða ferðast saman. Hópurinn hefur gert talsvert af því að dansa úti á víðavangi í Reykjanesbæ m.a. á undan Kvennahlaupinu og á Ljósanótt.

Næsta Ljósanótt verður engin undantekning á því. Þær munu dansa nk. laugardag kl. 15 á horni Hafnargötu og Tjarnargötu og hvetjum við áhugasama til að koma og dansa með eða horfa á.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024