Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Zumba-æði á Suðurnesjum
Þriðjudagur 26. október 2010 kl. 14:42

Zumba-æði á Suðurnesjum

Um 100 manns skráðu sig og mættu á Zumba-fitness námskeið sem hófst í Reykjanesbæ fyrir réttri viku. Vegna mikillar þátttöku varð að skipta um sal og fer nú Zumba-fitness fram í íþróttahúsinu á Ásbrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við áttum von á góðri þátttöku en bjuggumst ekki við svona góðum undirtektum. Við urðum að flytja okkur úr venjulegum eróbikksal í stórt íþróttahús,“ segir Sigrún Kjartansdóttir, sem stendur á bakvið Zumba-ævintýrið á Suðurnesjum.

Kennt 2 í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl. 20. Hver tími er 60 mínútur en námskeiðið mun standa yfir í 8 vikur.


„Við urðum að redda palli og hljómflutningstækjum á síðustu stundu og komum við ekki að tómum kofanum hjá starfsmönnum íþróttahússins á Ásbrú, sem hafa verið okkur afar hjálpleg og frábær í alla staði,“ sagði Sigrún í samtali við Víkurfréttir.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Zumba-fitnesstíma í gærkvöldi.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson