Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 30. ágúst 2001 kl. 10:06

Z-ástarsaga

Æfingar á óperunni Z-ástarsögu eru nú í fullum gangi. Óperan verður frumsýnd á Ljósanótt en Sigurður Sævarsson er höfundur verksins sem er byggt á samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur. Hlutverk í verkinu eru einingis þrjú og eru þau í höndum Jóhönnu Linnet, Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Bryndís Jónsdóttir. Hljómsveitastjóri er Sigurður Sævarsson en leikstjóri er Helga Vala Helgadóttir. Óperan gerist eina kvöldstund. Hún hefst á því að Anna, aðalsögupersónan, er á leið í bústað að vetri til. Hún er mjög veik og ætlar að stytta sér aldur þar. Á öðrum stað bíður Zeta, ástkona Önnu. Hún veit hvað Anna hyggst gera. Arnþrúður, systir Önnu, kemur til Zetu og er að leita að systur sinni, þar sem hún hafði útskrifað sig af sjúkrahúsinu fárveik. Zeta segir ekkert, þó hana langi til þess. Hún hefur lofað Önnu að segja engum fyrr en allt er yfirstaðið.
Sagan færist á milli Önnu og Zetu. Anna er með poka fullan af bréfum frá Zetu og hún fer að lesa þau, eitt og eitt og kastar þeim síðan jafnóðum í eldinn. Zeta er á meðan að fara með ljóð fyrir Arnþrúði sem Anna hafði samið. Sigurður hefur stundað nám í söng við hina ýmsu skóla en byrjaði í söngnámi við Tónlistarskólann í Keflavík undir leiðsögn Árna Sighvatssonar. Núna síðast nam hann við Boston University þar sem aðalkennari hans var William Sharp. Á öðru ári hóf Sigurður nám við tónsmíðadeild skólans og lauk námi árið 1997 með masters-prófi í söng og tónsmíðum.
Þeir sem sáu uppsetningar Norðuróps á óperunum Gianni Schicchi og Requiem vita að hér er á ferð afbragðs hljóðfæraleikarar og söngvarar. Þeir sem ekki sáu sýningarnar eru hvattir til að panta sér miða því þetta er viðburður sem enginn má láta framhjá sér fara. Miðasala fer fram í Sparisjóðnum í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024