Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Yndisleg uppákoma í hálfleik
Það fer vel á með þeim mæðginum, Nökkva og Fanndísi. Auðgljóslega gaman að vera mamma. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 22. júní 2023 kl. 09:49

Yndisleg uppákoma í hálfleik

Þegar komið var að hálfleik í leik Keflavíkur og Vals í Bestu deild kvenna í gær þurfti landsliðskonan fyrrverandi, Fanndís Friðriksdóttir, að bregða sér inn á skrifstofu HS Orkuvallar og gefa Nökkva litla, þriggja mánaða syni sínum, brjóst.

Nökkvi bíður spenntur eftir mömmu. Nína, móðursystir Nökkva, leit eftir honum á meðan á leik stóð.
Sopinn er svo góður.
Takk fyrir mig.

Eins og myndirnar sem Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, sýna var Nökkvi sæll og sáttur við mömmu sína sem sinnti sínu hlutverki af alúð. Fanndís kom inn á í seinni hálfleik en hún náði ekki að sýna sínar bestu hliðar og misnotaði m.a. víti seint í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar má lesa um leik Keflavíkur og Vals hér.