Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ylja, Snorri Helga og Lindy í Hljómahöllinni
Hljómsveitin Ylja.
Þriðjudagur 3. júní 2014 kl. 09:15

Ylja, Snorri Helga og Lindy í Hljómahöllinni

Tónleikar í kvöld kl. 21.

Hljómsveitin Ylja, Snorri Helgason og Lindy Vopnfjörð verða með tónleika í Hljómahöllinni í kvöld, þriðjudagskvöld, en þau eru að fara í tónleikaferðalag um landið sem hefst í Reykjanesbæ í dag. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hljómahöllinni.

Hljómsveitirnar Ylja og Snorri Helgason hafa fyrir löngu unnið sig inn í hjörtu og hugi landsmanna með einstakri tónleikaframkomu og frábærri laga- og textasmíði. Nú ætla sveitirnar í tónleikaferðalag um landið ásamt Vestur-Íslendingnum og hæfileikaríka tónlistarmanninum Lindy Vopnfjörð.

Ylja hefur allt frá útgáfu fyrstu plötu þeirra árið 2012 verið meðal vinsælustu hljómsveita landsins og nýlega vakið töluverða athygli erlendis, beggja vegna Atlantshafsins. Hljómsveitina leiða þær Bjartey Sveinsdóttir og Gígja Skjaldardóttir en þeim til halds og trausts eru þeir Valgarð Hrafnsson á bassa, Maggi Magg á trommur og síðast en ekki síst hinn frábæri gítarleikari Örn Eldjárn sem nýlega hóf störf með hljómsveitinni. Strákarnir skapa öflugan hljóðheim í kringum draumkenndar raddir stelpnanna og sterkt gítarsamspil. Ylja mun spila sín allra vinsælustu lög í bland við nýtt efni af óútkominni plötu sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024