Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Yfir fimm þúsund súpuskammtar runnu út
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 7. september 2019 kl. 11:47

Yfir fimm þúsund súpuskammtar runnu út

Yfir fimm þúsund skammtar af kjötsúpu runnu út hjá Skólamat á föstudagskvöldi á Ljósanótt. Fjölmargir gestir Ljósanætur nutu súpunnar meðan fjöbreytt tónlistardagskrá var á sviðinu við Hafnargötu 30 í Keflavík.

„Þetta er alltaf jafn skemmtilegt. Við afgreiddum 12-13 þúsund skammta í hádeginu til skólakrakka en svo eru skammtarnir orðnir rúmlega 5 þúsund hér á föstudagskvöldi,“ sagði Axel Jónsson, eigandi Skólamatar við VF.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Góð stemmning var með tónlistardagskrána á hátíðarsviðinu en þetta var nýjung að vera með kjötsúpu og tónlistardagskrá á þessum gatnamótum við Hafnargötu 30 en þetta var áður við smábátahöfnina skammt frá.

Meðal þeirra sem komu fram voru hljómsveitin Demo en hún er skipuð ungum og upprennandi tónlistarmönnum. Önnur sveit, Gullkistan, með eldri köppum á borð við Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson sýndi einnig skemtilega takta á sviðinu sem og fleiri aðilar.

Víkurfréttir voru í beinni útsendingu á Facebook síðu VF og ræddu við Skólamatarfólk, súpugesti og lögregluna í meðfylgjandi myndskeiði.