Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Yfir 50 sýnendur kynna það nýjasta í uppbyggingu atvinnulífs á Reykjanesi
Föstudagur 4. september 2009 kl. 15:24

Yfir 50 sýnendur kynna það nýjasta í uppbyggingu atvinnulífs á Reykjanesi

Sýningin Reykjanes 2009 verður opnuð í dag í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Sýningin verður opin dagana 4.-6. september í tengslum við 10 ára afmæli Ljósanætur. Sýningin er haldin undir yfirskriftinni „þekking, orka, tækifæri“ og þar verður kynnt margt það helsta sem Reykjanes hefur upp á að bjóða í atvinnulífi, menningu og þjónustu.

 

Yfir 50 sýnendur af öllum stærðum og gerðum munu kynna starfsemi sína, vörur og þjónustu á Reykjanesi 2009 og þar af eru mörg stærstu fyrirtækin á svæðinu. Má þar til að mynda nefna samstarfsaðila sýningarinnar; Bláa lónið, Geysi Green Energy, Háskólavelli, HS Orku, KADECO – Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Keili, Norðurál og Sparisjóðinn í Keflavík, sem öll standa um þessar mundir að kröftugri uppbyggingu á Reykjanesi á einn eða annan hátt. Lista yfir alla sýnendur má finna á vefnum www.reykjanes2009.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
 

Sýningin verður opnuð í dag, föstudag, kl. 17:00 og stendur til kl. 20:00. Laugardag og sunnudag verður sýningin opin frá kl. 12:00 til 18:00. Almenningur verður boðinn velkominn alla sýningardagana, og er aðgangur ókeypis.

 

Auk kynninga á því sem helstu fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Reykjanesi hafa upp á að bjóða verða skemmtiatriði á sýningunni í tengslum við Ljósanótt. Sent verður beint út frá sýningunni á útvarpsstöðinni Bylgjunni föstudag og laugardag.

 

Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.reykjanes2009.is.