Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Yfir 2000 manns á fjölskylduskemmtuninni
Mánudagur 2. september 2013 kl. 15:31

Yfir 2000 manns á fjölskylduskemmtuninni

Yfir 2000 börn og fullorðnir mættu á fjölskylduskemmtunina sem haldin var í íþróttahúsinu í Keflavík í gær til minningar um Björgvin Arnar, 6 ára hetju sem barðist hetjulega í 6 ár við ólæknandi sjúkdóm, og til stuðnings Ásdísi Örnu móður hans.

Íþóttahúsið í Keflavík var þéttskipað. Setið í hverju sæti á áhorfendapöllunum og gólfið þétt setið af börnum. Í B-salnum voru svo leiktæki, andlitsmálun og jafnvel boðið upp á grillaðar pylsur.

Landslið skemmtikrafta mætti og skemmti fólki og allir gáfu vinnu sína í minningu Björgvins Arnar.

Enn er hægt að leggja málefninu lið og þeim er bent á reikningsnúmerið: 0542-14-600000. Kt: 051175-3529.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á fjölskylduskemmtuninni í gær.



Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson voru fyrstir á svið. Þeir tóku m.a. Glaðasti hundur í heimi og salurinn sá um sönginn.



Salur íþróttahússins í Keflavík var þétt setinn af fólki.



Félagarnir Sveppi og Villi úr morgunsjónvarpi barnanna komu og sungu.



Boðið var upp á andlitsmálningu fyrir börnin.



Grillaðar pylsur og gos fyrir svanga...



... sem gamlar körfuboltahetjur grilluðu undir regnhlífum.



Séð yfir fjölmennið í íþróttahúsinu.



Fallegar kökur voru á boðstólnum í kaffihúsi á staðnum.



Þeir sem ekki voru á tónleikum gátu hoppað og skoppað í leiktækjum í B-salnum.



VF-myndir: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024