Yfir 200 miðar þegar seldir á tónleika Mannakorna á Sjóaranum síkáta
Yfir 200 miðar hafa þegar selst á tónleika sem Mannakorn heldur í Grndavík á sunnudagskvöld. Hin sögufræga hljómsveit Mannakorn hefur ákveðið að efna til mikillar tónlistarveislu fyrir gesti Sjóarans síkáta sunnudaginn 6. Júní kl. 20:30. Tónleikarnir fara fram í iþróttahúsinu. Í aðalhlutverki verða að sjálfsögðu þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson, sem hafa verið kjölfestan í bandinu frá stofnun þess. Einvala lið tónlistarmanna verður þeim til halds og trausts og m.a. söngkonan Ellen Kristjánsdóttir.
Mannakorn þarf varla að kynna fyrir nokkrum manni. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 1976 og í heildina eru frumsamdar plötur nú orðnar 11 talsins. Fjöldi laga af þessum plötum eru orðin hluti af þjóðarsálinni og sannkölluð þjóðareign. Á tónleikunum má reikna með því að flutt verði öll þekktustu lög sveitarinnar og má þar nefna lög á borð við Einhversstaðar einhverntímann aftur, Braggablús, Garún, Gamli skólinn, Víman, Gamli góði vinur, Lilla Jóns, Reyndu aftur, Blús í G og Róninn.
Miðaverð aðeins 2.500 kr. í forsölu. 3.000 kr. við innganginn. Forsalan hefur farið vel af stað. Forsala miða fer fram í Saltfisksetri Íslands á opnunartíma safnsins milli kl. 11:00 – 18:00. Sími: 420-1190.