Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Yfir 100 húsbílar á Garðskaga um helgina
Sunnudagur 21. ágúst 2011 kl. 16:02

Yfir 100 húsbílar á Garðskaga um helgina

Yfir 100 húsbílar fólks í Félagi húsbílaeigenda voru á Garðskaga um helgina. Ferðin var skipulögð á vef félagsins en Garðmenn buðu síðan upp á gott veður fallega náttúru.

Boðið var uppá sögugöngu í næsta nágrenni Garðskaga í gær en einnig var vitinn opinn og nýttu sér margir að fara upp í Garðskagavita.

Um helgina var einnig haldið mót radíóamatöra á Garðskaga og voru þeir með loftnet sín og talstöðvar í góðu sambandi við félaga sína út um allan heim.



Meðfylgjandi myndir voru teknar á Garðskaga síðdegis í gær.




Vel græjaður radíóamatör á Garðskaga í gær. VF-myndir: Hilmar Bragi


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024