Vox Felix í undanúrslit Kórar Íslands
Ungmennakórinn Vox Felix stígur á stokk næstkomandi sunnudagskvöld í undanúrslitum Kórar Íslands. Vox Felix komst áfram í þættinum þann 15. október síðastliðinn með flutningi á laginu „Ég lifi í draumi“. Kórinn hefur komið fram frá árinu 2012 og eru ungmenni alls staðar af Suðurnesjum í honum.
Hér er hægt að fylgja Vox Felix á Facebook.
Hér má sjá frammistöðu kórsins í síðasta þætti.
Númer Vox Felix verður 900-9004 og hefst þátturinn kl. 19:10, sunnudagskvöldið 29. október.