Vox Arena frumsýnir Sénsinn í kvöld

„Sagan gerist í ónefndum framhaldsskóla og fjallar um ástir og örlög framhaldsskólanema þannig það er ekki langt að sækja innblásturinn. Þetta er ungt fólk að fjalla um ungt fólk. Verkið hæfir samt öllum aldurshópum, enda mjög fjörlegt og skemmtilegt samtímaverk,“ segir Guðmundur Viktorsson, formaður NFS aðspurður um verkið en hann er einn þeirra sem fara með hlutverk í þvi. Alls koma um 40 manns að söngleiknum, bæði á sviði og störfum utan þess.
Vox Arena hefur ráðist í eitt stórt verkefni árlega og hefur áhugi nemenda á leikstarfinu yfirleitt verið góður. Guðmundir segir að vel hafi gengið að fá fólk í Sénsinn!, reyndar það vel að færri komust að en vildu. „Í hópnum eru margir efnilegar söngvarar og dansarar með brennandi áhuga. Hópurinn hefur unnið mjög vel saman og að nokkru leyti hefur hann sjálfur þróað handritið, lögin og dansana.“
Sem fyrr segir fer sýningin fram í Andrew´s Theatre. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja, þægileg sæti og annað sem prýtt getur alvöru leikhús „Við þurftum að leigja ljós og hljóðkerfi en annars er aðstaðan frábær og vissulega gaman að vinna við slíkar aðstæður,“ segir Guðmundur, sem vonast til að sjá sem flesta sýningargesti.
Frumsýningin verður í kvöld sem fyrr segir. Næsta sýning er svo á sunnudaginn. Nánari upplýsingar og miðapantanir eru í síma 868 8384.