Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vortónleikar Vox Felix í kvöld
Síðasta æfing Vox Felix fyrir vortónleika.
Þriðjudagur 25. apríl 2017 kl. 12:02

Vortónleikar Vox Felix í kvöld

Búast má við mikilli stemningu í kvöld í Ytri-Njarðvíkurkirkju en þar mun sönghópurinn Vox Felix halda tónleika klukkan átta.

Sönghópurinn var upphaflega stofnaður sem samstarfsverkefni kirknanna á Suðurnesjunum. Í dag eru söngvararnir frá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjunum og flytja þeir alls konar tónlist við ýmis tilefni. Á tónleikunum í kvöld mun kórinn flytja lög eftir Queen, Vilhjálm Vilhjálmsson, Disney og einnig lög úr Hárinu og Jesus Christ Superstar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðlimir hópsins eru um tuttugu talsins og æfa undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar, en í fyrra hlaut hann Súluna, Menningarverðlaun Reykjanesbæjar, fyrir störf sín. Hægt er að nálgast miða, sem kostar 1500 krónur, hjá meðlimum Vox Felix eða í einkaskilaboðum Facebook síðu hópsins.

Víkurfréttir fengu að fylgjast með síðustu æfingu Vox Felix fyrir vortónleikana.