Mannlíf

Vortónleikar Vox Felix í kvöld
Síðasta æfing Vox Felix fyrir vortónleika.
Þriðjudagur 25. apríl 2017 kl. 12:02

Vortónleikar Vox Felix í kvöld

Búast má við mikilli stemningu í kvöld í Ytri-Njarðvíkurkirkju en þar mun sönghópurinn Vox Felix halda tónleika klukkan átta.

Sönghópurinn var upphaflega stofnaður sem samstarfsverkefni kirknanna á Suðurnesjunum. Í dag eru söngvararnir frá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjunum og flytja þeir alls konar tónlist við ýmis tilefni. Á tónleikunum í kvöld mun kórinn flytja lög eftir Queen, Vilhjálm Vilhjálmsson, Disney og einnig lög úr Hárinu og Jesus Christ Superstar.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Meðlimir hópsins eru um tuttugu talsins og æfa undir stjórn Arnórs B. Vilbergssonar, en í fyrra hlaut hann Súluna, Menningarverðlaun Reykjanesbæjar, fyrir störf sín. Hægt er að nálgast miða, sem kostar 1500 krónur, hjá meðlimum Vox Felix eða í einkaskilaboðum Facebook síðu hópsins.

Víkurfréttir fengu að fylgjast með síðustu æfingu Vox Felix fyrir vortónleikana.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25