Vortónleikar Víkinganna
- Frá okkur til ykkar með sumarkveðju!
Söngsveitin Víkingar heldur sína árlegu vortónleika dagana 13., 14. og 15. maí nk. Yfirskrift tónleikanna er: Frá okkur til ykkar með sumarkveðju, enda er enginn aðgangseyrir innheimtur og allir velkomnir.
Efnisskráin er að venju létt og skemmtileg, góð blanda af íslenskum og erlendum lögum frá ýmsum tímum.
Við viljum hvetja Suðurnesjamenn til að nýta sér gott boð og fjölmenna á söngskemmtun Víkinganna undir stjórn Steinars Guðmundssonar.
Tónleikarnir verða sem hér segir:
Mánudaginn 13. maí í Útskálakirkju
Þriðjudaginn 14. maí í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Miðvikudaginn 15. maí í Safnaðarheimilinu í Sandgerði.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00
Stjórnin