Vortónleikar Víkinganna
Söngsveitin Víkingar heldur sína árlegu vortónleika fimmtudaginn 23. maí kl. 20.30 Samkomuhúsinu í Garði og í Safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 24. maí kl. 20.30. Söngsveitin Víkingar var stofnuð 1994 og er Suðurnesjamönnum af góðu kunn. Víkingarnir eru nú undir stjórn Sigurðar Sævarssonar, en hann tók við sveitinni í september síðastliðnum. Undirleikari er Ragnheiður Skúladóttir.Efnisskráin er fjölbreytt og samanstendur af góðkunnum íslenskum og erlendum lögum frá ýmsum tímum. Hér er því upplagt tækifæri fyrir
Suðurnesjamenn og aðra tónlistarunnendur til að gera hlé á kosningaskjálftanum og njóta kórsöngs stutta kvöldstund. Aðgangseyrir er kr. 1000- sem er óbreytt verð frá fyrra ári.
Stjórnin
Suðurnesjamenn og aðra tónlistarunnendur til að gera hlé á kosningaskjálftanum og njóta kórsöngs stutta kvöldstund. Aðgangseyrir er kr. 1000- sem er óbreytt verð frá fyrra ári.
Stjórnin