Vortónleikar Víkinga
Söngsveitin Víkingar heldur sína árlegu vortónleika þriðjudaginn 24. maí næstkomandi kl. 20.00 í Miðgarði í Garði Svo í bíósal Duushúsa á miðvikudeginum og loks í Safnaðarheimilinu í Sandgerði fimmmtudaginn 26. maí kl. 20.30.
Söngsveitin Víkingar var stofnuð 1994 og er Suðurnesjamönnum að góðu kunn. Fjölbreitt söngdagskrá undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar.
Efnisskráin er fjölbreytt og samanstendur af þekktum íslenskum og erlendum lögum frá ýmsum tímum. Víkingar telja að hér sé upplagt tækifæri fyrir Suðurnesjamenn og aðra tónlistarunnendur til að njóta kórsöngs stutta kvöldstund. Miðaverð 2000 kr.