Vortónleikar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hafa komið fram á fjölmörgum tónleikum í liðinni viku og gefið bæjarbúum kost á að njóta góðrar tónlistar. Aðsókn á tónleikana hefur verið mjög góð en næstu tónleikar verða haldnir annað kvöld (18. maí), í Eldborg í Svartsengi og hefjast þeir kl. 20:00. Þá munu lengra komnir nemendur koma fram. Skólaslit skólans verða síðan á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja sunnudaginn 21.maí kl. 16. Þá verða m.a. veitt verðlaun úr Tónsmiðjunni, stigsprófsskírteini og önnur námsvottorð.