Vortónleikar Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í kvöld
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar heldur hina árlegu vortónleika sína í Frumleikhúsinu, Reykjanesbæ, í kvöld, mánudaginn 25. maí kl. 19.30.
Léttsveitin er eitt af flaggskipum menningarlífs í Reykjanesbæ og hefur borið hróður sveitarfélagsins víða, bæði innanlands sem erlendis.
Meðal árlegra viðburða í starfsemi sveitarinnar er þátttaka í Stórsveitardeginum í Reykjavík, sem Stórsveit Reykjavíkur hefur staðið fyrir um árabil og þar hefur Léttsveitin jafnan vakið mikla athygli fyrir líflegan og fágaðan leik sinn sem og skemmtilega samsettar efnisskrár. Það hefur einnig færst í vöxt að Léttsveitin sé fengin til að taka að sér hlutverk danshljómsveitar á árshátíðum félagasamtaka og fyrirtækja bæði í Reykjanesbæ og Reykjavík.
Auk þess kemur Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fram fyrir hönd Reykjanesbæjar marg oft á ári við hin ýmsu tækifæri.
Léttsveitin mun í byrjun ágúst n.k. halda í tveggja vikna tónleikaferð til Bandaríkjanna þar sem sveitin mun koma fram á 8 tónleikum víðs vegar um New England, m.a. í Boston.
Léttsveitin er skipuð 18 hljóðfæraleikurum á aldrinum 17 – 27 ára. Stjórnandi er Karen J. Sturlaugsson.
Efnisskrá Léttsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spannar mjög vítt svið stórsveita-tónlistar, bæði hvað varðar stíltegund og tímabil, og á tónleikunum á mánudaginn mun sveitin m.a. leika útsetningar eftir Veigar Margeirsson og nýlegt verk eftir Samúel Jón Samúelsson.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.