Vortónleikar kórs Keflavíkurkirkju á sunnudag
Vortónleikar kórs Keflavíkurkirkju verða haldnir sunnudaginn 22. maí 2005 í Kirkjulundi og hefjast kl. 16:00. Á efnisskránni verður verkið Requiem eftir Fauré og að auki nokkur lög til viðbótar. Kórnum til fulltingis verður 15-20 manna hljómsveit (strengir, horn, bassi,orgel, harpa o.fl.). Einsöngvarar verða Davíð Ólafsson bassi og Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran. Stjórnandi verður Hákon Leifsson.
Vorið 2004 flutti kórinn messu eftir Gunnar Þórðarson með hljómsveit. Var húsfyllir á þeim tónleikum sem tókust mjög vel. Í tilkynningu segir að hugur sé í kór Keflavíkurkirkju að takast á við krefjandi verkefni á hverju ári en það kosti sitt. Næsta verkefni er það sem að ofan greinir en megin uppistaða þeirra tónleika verður, eins og áður sagði, verkið Requiem eftir Fauré.
Miðaverð er kr. 1000.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson