Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur vorið 2006
Þriðjudagur 25. apríl 2006 kl. 09:43

Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur vorið 2006

Vorið er tími söngfuglana sem hver um annan hefja upp rausn sína og fagna betri tíð með blómum í haga. Vorið er einnig uppskerutími kóra af öllum tegundum og þar er Karlakór Keflavíkur engin undantekning. Tónleikahald kórsins hefst með tónleikum í Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 3.maí og í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi, fimmtudaginn 4.maí og þriðjudaginn 9.maí og hefjast þeir kl. 20:30.

Að venju fer kórinn í vorferð og að þessu sinni verður haldið til Vestmannaeyja helgina 5. - 7. maí. Þar verður sungið í samkomuhúsinu Betel þann 6.maí.

Efnisskrá tónleikana er að vanda fjölbreitt og saman stendur af íslenskum og erlendum þjóðlögum og óperukórum. Segja má að dagsskráin beri með sér nokkurn saltkeim því að sjómanna lög fá þar veglegan sess.

Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson og er þetta annað starfs ár hans. Undirleikari á píanó er Sigurður Marteinsson og Þórólfur Ingi Þórsson leikur á bassa. Á harmonikku leikur Rússinn German Hlopin.

Gestasöngvari með kórnum verður Davíð Ólafsson bassi.

Guðjón Sigbjörnsson, formaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024