Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur
Hinir árlegu vortónleikar Karlakórs Keflavíkur fara fram í Ytri- Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 15. maí og fimmtudaginn 17. maí kl. 20:30.
Kórinn hefu nú tekið á söngskrá sína lög eftir nýrri höfunda eins og „Orðin mín“ eftir Braga Valdimar Skúlason, „Dýrð í dauðaþögn“ eftir Ásgeir Trausta, „Stingum af“ eftir Mugison og „Leiðin okkar allra“ eftir Þorstein Einarsson og Einar Georg Einarsson. Arnór Vilbergsson hefur útsett þessi lög af sinni alkunnu snilld fyrir kórinn.
Auk þessara laga býður kórinn upp á hefðbundnari karlakórslög eins og „Logn og blíða“, „Hver á sér fegra föðurland“, „Úr útsæ rísa íslands fjöll“, „Kirkjuhvoll“, „Ár vas alda“, „Brennið þið vitar“ og fleiri lög.
Kórfélagar bregða sér í einsöngshlutverk, dúett og tríó sem syngja lög af ýmsu tagi.
Stjórnandi kórsins er Jóhann Smári Sævarsson og píanóleik annast Sævar Helgi Jóhannsson.
Miðaverð við innganginn er 3000 kr. og kórfélagar bjóða miða á 2500 kr. í forsölu.