Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur 2004
Veðurstofa Íslands heldur úti myndarlegum vef þar sem auðvelt er að fylgjast með veðurfari og spám. Það er hins vegar erfitt að sækja veðurupplýsingar sem eiga sérstaklega við Suðurnes. Annað hvort verðum við að styðjast við spá fyrir Faxaflóa, þar sem spásvæðið nær upp á sunnanvert Snæfellsnes eða að fara eftir veðurspá sem er fyrir höfuðborgarsvæðið með öllu sínu fjallaskjóli. Það er í raun furðulegt að Veðurstofa Íslands gefi ekki úr sérstaka spá fyrir Suðurnes. Á vef stofnunarinnar er hægt að velja myndrænar veðurspár fyrir hina ýmsu ferðamannastaði á Íslandi. Stærsti ferðamannastaðurinn og sá fjölsóttasti, Bláa lónið, er hverrgi að finna. Alþjóðaflugvöllurinn er einnig á Suðurnesjum og þar fara fram viðamiklar veðurathuganir. Hvers vegna er þá ekki hægt að gefa út nákvæmari veðurspár fyrir Suðurnes og ferðamannastaðinn Bláa lónið?