Vorið komið hjá Vox Felix
-tvennir tónleikar og nýtt hljóðkerfi
Fjölmenni var á árlegum vortónleikum Vox Felix en þeir fyrri voru haldnir í Keflavíkurkirkju í kvöld. Seinni tónleikarnir verða svo haldnir Neskirkju í Reykjavík þann 15. maí nk.
Kórinn flutti létt og skemmtileg lög, bæði íslensk og erlend og með þekktum tónlistarmönnum eins og Ásgeir Trausta, Stebba og Eyfa, David Bowie og Queen. Þá flutti kórinn þau lög sem hann flutti í kórakeppni Íslands við góðar undirtektir.
Kórinn vígði við sama tækifæri nýtt hljóðkerfi og nota félagar nú míkrafóna sem hentar vel kraftmiklum söngnum hjá þessum ungmennakór.
Kórinn er samstarfsverkefni kirkna á Suðurnesjum og kórstjóri er Arnór B. Vilbergsson.