Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vorið heilsar
Sunnudagur 5. apríl 2009 kl. 20:20

Vorið heilsar


Vorið er komið. Að minnsta kosti er óhætt að segja að vor sé í lofti. Sá sem þetta skrifar vaknaði nefnilega í morgun við söng Lóunnar, vorboðans ljúfa.

Í dag mátti víða sjá fólk njóta veðurblíðunnar, gangandi, skokkandi og hjólandi. Þessi naut vorsins til hins ýtrasta og fékk sér hressandi sundsprett í sjónum við Garðskaga. Merki vorsins mátti því hvarvetna sjá, heyra og lykta.
Nú síðdegis fór að rigna og má búast við skúraveðri fram í vikuna. Hitatölurnar á veðurkortunum eru rauðar þessa dagana en svo er spurning hvort við fáum páskahret áður en sumarið heilsar.
VFmynd/elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024