Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vorið er að koma og gott að komast í frí
Guðmundur Axelsson.
Laugardagur 19. apríl 2014 kl. 09:00

Vorið er að koma og gott að komast í frí

Búinn að fá páskaegg frá vinnuveitandanum.

Guðmundur Axelsson starfar á uppgjörssviði hjá KPMG í Krossmóa. Hann segist ekki vera alveg viss um hvað hann ætlar að gera um páskana. „Ætli ég verði ekki bara að vera heima og slaka á. Fæ mér eitthvað gott að borða.“ Guðmundur er þegar búinn að fá páskaegg frá vinnuveitanda sínum og hann segir það nægja sér. Annars finnst honum mjög gott að komast í páskafrí. „Vorið er líka að koma - ef dregið er fyrir gluggann,“ segir hann og hlær. Hann er þó ákveðinn í því að sumarið komi fyrir alvöru í næstu viku. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024