Vorhátíð varnarliðsmanna
Varnarliðsmenn halda árlega vorhátíð sína með „karnival“-sniði á Keflavíkurflugvelli laugardaginn 20.maí nk. og er öllum landsmönnum boðið að taka þátt í skemmtuninni.Hátíðin fer fram í stóra flugskýlinu næst vatnstanki vallarins og gefst gestum kostur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna frá kl. 11 til kl. 16.Lifandi tónlist, þrautir, leikir og hressing af ýmsu tagi verður á boðstólnum og flugvélar Varnarliðsins og annar búnaður verður til sýnis á svæðinu. Björgunarþyrla sýnir björgun nauðstaddra kl. 13 og fallhlífastökkvarar sýna listir sínar ef veður leyfir.Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Umferð um Grænáshlið ofan Njarðvíkur. Gestir eru vinsamlega beðnir um að skilja hundana sína eftir heima.