Vorhátíð Njarðvíkurskóla haldin í frábæru veðri
Vorhátíð Njarðvíkurskóla var haldin með pompi og pragt í sól og sumaryl í dag. Hátíðin byrjaði kl. 10:30 með skrúðgöngu frá skólanum og var farinn stór hringur um Njarðvík en hátíðin var fyrir nemendur í 1. - 10. bekk skólans. Krakkarnir höfðu nóg að gera þegar komið var til baka enda mikið um að vera á skólalóðinni, t.d. var hægt að fara í pokahlaup, stuttan reiðtúr á hestum frá Mánagrund, krakkarnir gátu fengið andlitsmálningu og margt fleira.
Að lokum var boðið upp á grillaðar pylsur og coke og myndaðist strax löng röð við grillin enda krakkarnir orðnir svangir eftir allt þetta prógramm. Á meðan krakkarnir nutu matar og drykkjar fengu nokkrir „útvaldir“ nemendur verðlaunapening frá nemendaráði skólans. Valið var m.a. „krútt“ skólans, „stuðbolti“ skólans, „flottasti rass“ skólans og margt fleira en kosningar fóru fram hjá nemendum í 8. - 10. bekk. Hátíðinni lauk kl. 13:45 og þótti hún heppnast afbragðs vel að þessu sinni.
Að lokum var boðið upp á grillaðar pylsur og coke og myndaðist strax löng röð við grillin enda krakkarnir orðnir svangir eftir allt þetta prógramm. Á meðan krakkarnir nutu matar og drykkjar fengu nokkrir „útvaldir“ nemendur verðlaunapening frá nemendaráði skólans. Valið var m.a. „krútt“ skólans, „stuðbolti“ skólans, „flottasti rass“ skólans og margt fleira en kosningar fóru fram hjá nemendum í 8. - 10. bekk. Hátíðinni lauk kl. 13:45 og þótti hún heppnast afbragðs vel að þessu sinni.