Vorgleði í Grindavík
Tæplega 450 kátir krakkar marseruðu fylktu liði um Grindavík á þemadögum grunnskólans í dag. Vorgleðin er hápunktur þemadaganna og í ár var nemendum skólans skipt upp í hópa sem innihéldu krakka úr öllum bekkjum og þau látin búa til sitt eigið land sem þau svo kynntu við hátíðlega athöfn. Þar var m.a. að finna Puttaland, Klukkuland og svo þjóðina Marsel sem hefur hvorki konung né forseta og lifir af fílaveiðum.
Á vorgleðinni í dag var líka hægt að keppa í fótbolta, fara í snú snú, teygjutvist og fá skoðun á hjólið sitt en það verður að vera í góðu lagi fyrir sumarið.
VF-mynd/Jón Björn
Á vorgleðinni í dag var líka hægt að keppa í fótbolta, fara í snú snú, teygjutvist og fá skoðun á hjólið sitt en það verður að vera í góðu lagi fyrir sumarið.
VF-mynd/Jón Björn