Vorganga í Saltfisksetri Íslands
Vorganga, listaverkasýning í Saltfisksetri Íslands
Listakonurnar Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og Álfheiður Ólafsdóttir hafa opnað sýningu í Listasal Saltfisksetursins
Anna Sigríður er myndhöggvari og hefur unnið við myndlist síðastliðin 20 ár eftir að námi lauk. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga heima og erlendis. Í Vorgöngu er viðfangsefnið manneskjan, að hún staldri við og gefi sér tíma til að vera til og velta því fyrir sér hvað felst í þessar göngu okkar.
Álfheiður Ólafsdóttir lauk prófi í grafískri hönnun frá MHÍ árið 1990 og hefur unnið að list sinni allar götur síðan, hún hefur yndi af því að mála frá hjartanu, litirnir flæða eftir myndfletinum eins og þeir taki völdin af listamanninum. Álfheiður rekur Galleríið Art-Iceland á Skólavörðustíg 1a.
Sýningunni lýkur 11. ágúst Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11:00 – 18:00.