Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vorboðinn ljúfi á Ásbrú
Laugardagur 16. apríl 2011 kl. 14:49

Vorboðinn ljúfi á Ásbrú

Vorboðinn ljúfi hefur verið að spóka sig síðustu daga hér á Suðurnesjum. Nokkrir dagar eru síðan fyrstu lóurnar létu sjá sig hér suður með sjó. Í dag mátti sjá lóur í hópum á Ásbrú þar sem þær gæddu sér á ormum og öðru sem var að hafa á túnunum milli bygginga á háskólasvæðinu. Starrar voru þar einnig í hópum og fylgdu lóunni eftir í öllu sem hún gerði.



Meðfylgjandi myndir voru teknar nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024