Vor í lofti
Fannar, Siggi og Hörður voru í vorstemmningu á höfninni í Grindavík í blíðunni í gær. Það var ekki mikið um spriklandi fisk en það sem blasti við þeim var gúmmísnákur sem þeir veiddu síðan upp og dauð önd í sjónum alveg við bryggjuna. Grindavíkurpeyjarnir stilltu sér að sjálfsögðu upp fyrir Víkurfréttamanninn með myndavélina og lofuðu betri afla.
Það er sólríkt þessa dagana og margir sem telja sig finna vorilm í lofti. Vorboðar eins og mótorhjól á götum eru farnir að sjást og þá er ábyggilega stutt í það að lóan láti í sér heyra. Eins og veðurspáin lítur út núna má búast við bjartviðri um páskana, a.m.k á vestan og sunnanverðu landinu.
Á neðri myndinni má sjá lognið í Svartsengi í gær, en það er ekki oft sem reykurinn frá orkuverinu liðast svona beint upp í loftrið.
VF-myndir: pket