Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vopnaskak í Reykjanesbæ
Mánudagur 15. mars 2010 kl. 15:45

Vopnaskak í Reykjanesbæ

Háværir byssuhvellir og gelt í vélbyssu rufu kyrrðina í Njarðvík fyrir helgi. Gráir fyrir járnum sáust vopnaðir menn hlaupa á milli bygginga við sjávarsíðuna. Bardagi virtist yfirvofandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir voru reyndar ekki háir í loftinu drengirnir sem þarna voru í „byssó“ og vopnin voru ekki hefðbundin eins og í kúrekamyndum, heldur vélbyssur og jafnvel geimbyssur úr framtíðarbíómyndum. Það verður að hrósa þessum drengjum fyrir að leika sér útivið í stað þess að hanga inni í tölvuleikjum, eins og svo algengt er í dag með unga menn.


Áhlaup í undirbúningi...

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson


... og drengirnir lifðu sig inn í byssuleikinn.

Þetta skotvopn er meira í anda framtíðarmynda utan úr geimnum...


... og þessi stóð vaktina í húsarústum með vígalega vélbyssu.