Vonlaus barátta við seltuna?
Íbúar Suðurnesja eru margir hverjir að snyrta til eftir óveður helgarinnar. Verslunareigendur voru komnir úr með þvottakústa og vatnsfötur strax í birtingu í morgun og sögðu seltunni stríð á hendur.Örtröð hefur verið á bílaþvottastöð Aðalstöðvarinnar í dag og í gær. Þar hefur verið viðvarandi klukkustundar bið eftir þvotti en hvað gerir maður ekki til að fá glans á bílinn að nýju?