„Vona að Doktorinn sé Phil Collins maður,“ segir Smári klári
„Ég hitti Dr. Gunna í Hagkaup um jólin, hann var að selja Popppunkt spilið og ég spurði hann bara hreint út hvort það væri ekki komin tími á Klassart í Popppunkt. Honum leist ágætlega á það og svona til að tryggja það þá keypti ég tvö spil af honum,“ sagði Smári Guðmundsson gítarleikari í hljómsveitinni Klassart en sveitin hefur verið staðfest til þátttöku í næstu þáttaröð Popppunkts.
Klassart gengið er nokkuð stórt en Smári telur þó að þrjú elstu systkinin muni koma fram fyrir hönd hljómsveitarinna í þáttunum.
„Já, það eru ég Fríða og Pálmar, systkinin, svo er Björgvin Ívar sjóðheitur á bekknum ef einhver dettur út. Doktorinn vildi þó fá systkinin,“ segir Smári en fyrsta umferð fer fram seinni partinn í maí.Klassart gengið er nokkuð stórt en Smári telur þó að þrjú elstu systkinin muni koma fram fyrir hönd hljómsveitarinna í þáttunum.
„Já maður er aðeins byrjaður að setja sig í stellingar, ég horfði á Rokk í Reykjavík í gær og var svo að ná mér í allt Genesis safnið, það er bara vonandi að doktorinn sé mikill Phil Collins aðdáandi,“ og bætir því við að hver meðlimur liðsins sé með sitt sérsvið.
„Fríða vinnur í 101 Reykjavík svo hún sér um það dæmi, Pálmar á 11 ára stelpu svo hann ætti að vera með allt FM 957 draslið á hreinu svo er ég með allt þarna á milli,“ segir Smári Guðmundsson sem jafnan er kallaður Smári Klári og spurning hvort hann nái að standa undir nafni þegar Klassart mætir í sjónvarpssal.
Mynd: Pálmar, Fríða og Smári Guðmundsbörn verða fulltrúar Klassart í Popppunkti
Mynd: Pálmar, Fríða og Smári Guðmundsbörn verða fulltrúar Klassart í Popppunkti