VÖLVUSPÁ VÍKURFRÉTTA 2002
Við tímamót eins og áramót er ekki úr vegi að staldra við og kíkja eins og hægt er inn í framtíðina. Völva Víkurfrétta og jafnframt ein virtasta spákona Íslands dustaði rykið af kristalskúlunni og spilunum fyrir Kristlaugu Sigurðardóttur blaðamann og leit yfir Suðurnesin eins og hún sér þau næstu misserin.Samvinna
Ég sé að það verður meiri samvinna á milli litlu bæjarfélaganna og Reykjanesbæjar inn í ákveðin verkefni eins og samgöngur, atvinnumál og menningu. Fyrirtækin eiga eftir að dreifast meira um svæðið og samvinnan verður mjög mikil á öllum sviðum atvinnulega séð. Það gæti orðið einhver sameining og ég sé þá helst Garðinn og Sandgerði í því samhengi og reyndar tel ég mjög líklegt að þau bæjarfélög sameinist innan skamms tíma. Það verður töluverð togstreyta í Vogunum, þar eru uppi hugmyndir um að tengja sveitarfélagið meira við Hafnarfjörð eða Reykjanesbæ og mér sýnast verða einhver slagsmál beggja vegna frá, en það verður engin ákvörðun tekin í Vogunum sjálfum fyrr en eftir eitt til tvö ár. Í Sandgerði á sjávarútvegurinn eftir að vaxa aftur þ.e.a.s. smábátaútgerðin. Það verður lægð fram á sumar. Ég sé fyrir mér að jafnvel gæti farið svo að öllu skipulagi þar verði stokkað upp og mikil uppbygging verður þar næstu fjögur til fimm árin. Grindavík á eftir að eflast mikið þegar Suðurstrandarvegurinn kemur í gagnið og verður miðstöð útgerðar á Suðurnesjum.
Það má segja að það verði umbylting á sviði samvinnu og það verður lykilorðið í stjórnsýslunni á svæðinu. Samvinna á milli litlu plássanna á Reykjanesinu og á suðurlandinu á eftir að aukast ennþá meira. Reykjanesið mun tengjast meira til Selfoss og til Þorlákshafnar en verið hefur. Nýi vegurinn sem verður byggður, Suðurstrandarvegurinn í gegnum Krýsuvík, einfaldar allar samgöngur á milli héraðanna. Vægið á milli byggðanna mun breytast mikið á næstu fimm árum, nýja kjördæmaskipanin mun hafa mikil áhrif á þetta. Það þarf að ná meiri umferð um Reykjanesbæ og ég tel að þegar bærinn tengist meira inn á suðurlandið þá verði Reykjanesbær stærri á kortinu og nái vissu vægi við höfuðborgina. Það heldur áfram að vera mikil uppbygging í kringum Bláa Lónið og ferðamannastraumurinn á eftir að aukast á svæðinu. Grindavík og Reykjanesbær fara í samvinnu varðandi ferðamannaiðnaðinn, tengja allt saman, Bláa lónið og hótelin í Keflavík. Það sem skiptir mestu máli fyrir öll bæjarfélögin er að byggja upp sterka samvinnu á sem flestum sviðum því það kemur til með að skila sér í heild sinni þegar litið er til baka, það er ekki gott að lítil bæjarfélög einangrist.
Fólksfjölgun áfram
og verksmiðjur
Þetta ár sem er að byrja og næstu tvö ár þar á eftir verður fjölgun, mikil fólksfjölgun, á öllum Suðurnesjunum og eins verða settar á fót tvær verksmiðjur. Ein stærri, þó ekki álverksmiðja, og önnur minni sem ég sé meira sem einhverskonar framleiðsluverksmiðju. Báðar gefa þær miklar tekjur inn í svæðið og koma peningarnir erlendis frá.
Verslun og þjónusta
Vöruverð verður gott hérna á svæðinu og lægra en annarsstaðar frekar en hitt. Fólk sem sækir mikið til Reykjavíkur til að versla á eftir að sjá að það verður hagkvæmara að versla hér. Þróunin gæti snúist við og fólk kæmi hingað frá höfuðborgarsvæðinu til að versla. Mér finnst að verslun og þjónusta eiga eftir að aukast töluvert hérna, og það verður mjög mikil uppbygging á því sviði. Það verður byggð verslunarmiðstöð á Samkaupssvæðinu
og Hafnargatan verður gerð upp og hvoru tveggja mun gera mikið fyrir verslun og þjónustu í Reykjanesbæ, þessi uppbygging mun samt taka nokkur ár en það er þess virði að bíða eftir henni. Samgöngur batna mikið á tímabilinu og auðvelda t.d. flutinig á fiski og vörum á milli svæða.
Bæjar- og sveita-
stjórnakosningar
Niðurstaða kosninganna í vor kemur mörgum á óvart, ég sé ekki að það fari neinn einn flokkur með mikinn sigur, það verður mjótt á mununum. Það verður farið bratt af stað í kosningabaráttuna og ýmsir vindar blása. Baráttan á milli flokkanna verður jöfn, allavega framan af og Árni Sigfússon verður að hafa töluvert fyrir því að koma inn í pólitíkina hérna í Reykjanesbæ, ég læt ekkert uppi um það hvort hann nær bæjarstjórastólnum eða ekki. Ég ætla að láta hann njóta vafans. Bæjarfélögin koma til með að þurfa að hugsa alvarlega um fjármálastöðu sína næstu árin.
Breytingar á toppum
Það verða miklar embættismannabreytingar hérna í Reykjanesbæ á ýmsum sviðum, í bönkunum og á stærri stöðum verður skipt um andlit, það verður mikið útspil í valdastöðum í bæjarfélaginu og í sveitarfélögunum í kring. Það vekur marga til umhugsunar þegar allt það útspil kemur nú á vordögum og menn spyrja sig hvort breytingar séu alltaf til góðs.
Atvinnulífið
Það verður gert markaðsátak í atvinnumálum og uppbyggingu atvinnuveganna, en árangurinn kemur fyrst 2003. Atvinnumarkaðurinn hefur verið of þröngur, en núna verða möguleikarnir auknir. Hitaveitan er gullmoli og ég sé hana gera stórkostlega hluti sem eiga eftir að auka tekjur fyrir þetta svæði, hún gerir stóra samninga við Bandaríkin um stofnun fyrirtækis og framtíð þess fyrirtækis er mjög björt. Eftir fimm til tíu ár reisir hitaveitan hátækniverksmiðju í sambandi við hátækniiðnaðinn, en það verður samvinna við stærri fyrirtæki úti í heimi. Þeir eiga líka eftir að finna efni í jörðinni sem þeir geta unnið annað úr og þróunin er í gangi í þá áttina núna með rannsóknum og þess háttar.
Þegar ég horfði á atvinnuþættina sem koma inn til að hjálpa þá er það sjávarútvegurinn og þessar tvær verksmiðjur sem ég nefndi áðan. Stærri verksmiðjan er einhverskonar vísindaleg efnaverksmiðja en hin framleiðsluverksmiðja tengd sjávarútvegi og ég gæti trúað því að hún yrði staðsett í Sandgerði, en efnaverksmiðjan verður staðsett úti á Reykjanesinu sjálfu. Ég sé líka einhverskonar kauphöll sem á eftir að rísa hérna eða fjármálamiðstöð og hún tengist til Evrópu. Allt þetta atvinnutengada ferli mun taka þrjú til fimm ár og það þarf að halda mjög vel utanum þessa þætti og ég sé ekki betur en það verði gert.
Keflavíkurverktakar fara í gegnum mikla endurskipulagningu og spilunum verður raðað upp á nýtt í kringum það fyrirtæki. Veldið breytist og fyrirtækinu verður skipt upp í einingar, mér sýnast það verða fimm einingar og ekki einn toppur sem stjórnar þeim heldur verði fimm minni toppar.
Ég sé samt að það getur verið erfitt fram á vorið í atvinnulífinu en það vex mikið sumarið 2002. Það sem virðist helst vanta hérna eru kvennastörf og ég sé smærri fyrirtæki í eigu og stjórn kvenna rísa á svæðinu og það skiptir gríðalegu máli. Það teygir anga sína inn í árið 2003. Mér finnst skipasmíðastöðin í Njarðvík koma sterk inn á næstu misserum, það á eftir að lifna mikið yfir skipasmíðinni eftir lægð og það lyftir upp þessu svæði þar í kring.
Jarðhræringar, eldgos
og veðurfar
Ég sé einhverjar jarðhræringar en engin stór eða stórkostleg mál. Það verður áfram jarðsig og hræringar, en ég sé ekki að það leiði til þess að það fari að gjósa á Reykjanesinu, ekki strax að minnsta kosti. Það er eitthvað að gerast við Kleifarvatn, þar verður meira jarðsig og vatnið heldur áfram að minnka. Veðrið verður að jafnaði gott þetta árið og ég sé ekki verulega slæman tíma.
Íþróttir
Það sem ég sé strax er að frjálsar íþróttir eiga eftir að fá meira vægi í Reykjanesbæ, þar sem þær hafa ekki verið mjög vinsælar hingað til, og ég sé ekki betur en það verði að minnsta kosti einn afreksmaður á því sviði héðan á þessu ári. Njarðvíkingar standa sterkir í körfuboltanum og Keflvíkingar verða ofarlega í deildinni í fótboltanum. Ég sé efnilegan dreng í sundinu sem er ennþá bara efnilegur, en kemur fram á sjónasviði á næstu misserum og stúlka sem mun vera í fremstu víglínu sundmanna landsins á árinu. Hér verður haldið stórmót í golfi og það koma frægir golfspilarar hingað að keppa, en heimamenn sýnast mér ekki hreppa stóru verðlaunin þó þeir séu góðir.
Menning
Menningarlífið þarf fjögur til fimm ár til að dafna þannig að alvöru atvinnulistamenn finni eitthvað við sitt hæfi hérna. Ég sé líka að það verður byggt menningar- og tónlistarhús hérna á næstu árum og mér sýnist það vera samstarfsverkefni nokkurra byggðarlaga og þessi menningarstöð tengist líka öðrum þjóðum. Það er eins og það vanti punktinn yfir i-ið til að menningarlíf nái að blómstra með góðu móti. Þetta er samt allt á uppleið og Ljósanóttin í Reykjanesbæ á þessu ári mun verða stórkostleg og endanlega festa sig í sessi.
Að lokum
Árið verður þungt framanaf en lyftist upp í júlí-ágúst og árið 2003 verður ennþá betra fyrir fjölskyldurnar á Suðurnesjum. Reykjanesbær á eftir að koma stekari út í lok ársins en í byrjun þess og það á líka við um hin byggðalögin á Suðurnesjum.
Ég sé að það verður meiri samvinna á milli litlu bæjarfélaganna og Reykjanesbæjar inn í ákveðin verkefni eins og samgöngur, atvinnumál og menningu. Fyrirtækin eiga eftir að dreifast meira um svæðið og samvinnan verður mjög mikil á öllum sviðum atvinnulega séð. Það gæti orðið einhver sameining og ég sé þá helst Garðinn og Sandgerði í því samhengi og reyndar tel ég mjög líklegt að þau bæjarfélög sameinist innan skamms tíma. Það verður töluverð togstreyta í Vogunum, þar eru uppi hugmyndir um að tengja sveitarfélagið meira við Hafnarfjörð eða Reykjanesbæ og mér sýnast verða einhver slagsmál beggja vegna frá, en það verður engin ákvörðun tekin í Vogunum sjálfum fyrr en eftir eitt til tvö ár. Í Sandgerði á sjávarútvegurinn eftir að vaxa aftur þ.e.a.s. smábátaútgerðin. Það verður lægð fram á sumar. Ég sé fyrir mér að jafnvel gæti farið svo að öllu skipulagi þar verði stokkað upp og mikil uppbygging verður þar næstu fjögur til fimm árin. Grindavík á eftir að eflast mikið þegar Suðurstrandarvegurinn kemur í gagnið og verður miðstöð útgerðar á Suðurnesjum.
Það má segja að það verði umbylting á sviði samvinnu og það verður lykilorðið í stjórnsýslunni á svæðinu. Samvinna á milli litlu plássanna á Reykjanesinu og á suðurlandinu á eftir að aukast ennþá meira. Reykjanesið mun tengjast meira til Selfoss og til Þorlákshafnar en verið hefur. Nýi vegurinn sem verður byggður, Suðurstrandarvegurinn í gegnum Krýsuvík, einfaldar allar samgöngur á milli héraðanna. Vægið á milli byggðanna mun breytast mikið á næstu fimm árum, nýja kjördæmaskipanin mun hafa mikil áhrif á þetta. Það þarf að ná meiri umferð um Reykjanesbæ og ég tel að þegar bærinn tengist meira inn á suðurlandið þá verði Reykjanesbær stærri á kortinu og nái vissu vægi við höfuðborgina. Það heldur áfram að vera mikil uppbygging í kringum Bláa Lónið og ferðamannastraumurinn á eftir að aukast á svæðinu. Grindavík og Reykjanesbær fara í samvinnu varðandi ferðamannaiðnaðinn, tengja allt saman, Bláa lónið og hótelin í Keflavík. Það sem skiptir mestu máli fyrir öll bæjarfélögin er að byggja upp sterka samvinnu á sem flestum sviðum því það kemur til með að skila sér í heild sinni þegar litið er til baka, það er ekki gott að lítil bæjarfélög einangrist.
Fólksfjölgun áfram
og verksmiðjur
Þetta ár sem er að byrja og næstu tvö ár þar á eftir verður fjölgun, mikil fólksfjölgun, á öllum Suðurnesjunum og eins verða settar á fót tvær verksmiðjur. Ein stærri, þó ekki álverksmiðja, og önnur minni sem ég sé meira sem einhverskonar framleiðsluverksmiðju. Báðar gefa þær miklar tekjur inn í svæðið og koma peningarnir erlendis frá.
Verslun og þjónusta
Vöruverð verður gott hérna á svæðinu og lægra en annarsstaðar frekar en hitt. Fólk sem sækir mikið til Reykjavíkur til að versla á eftir að sjá að það verður hagkvæmara að versla hér. Þróunin gæti snúist við og fólk kæmi hingað frá höfuðborgarsvæðinu til að versla. Mér finnst að verslun og þjónusta eiga eftir að aukast töluvert hérna, og það verður mjög mikil uppbygging á því sviði. Það verður byggð verslunarmiðstöð á Samkaupssvæðinu
og Hafnargatan verður gerð upp og hvoru tveggja mun gera mikið fyrir verslun og þjónustu í Reykjanesbæ, þessi uppbygging mun samt taka nokkur ár en það er þess virði að bíða eftir henni. Samgöngur batna mikið á tímabilinu og auðvelda t.d. flutinig á fiski og vörum á milli svæða.
Bæjar- og sveita-
stjórnakosningar
Niðurstaða kosninganna í vor kemur mörgum á óvart, ég sé ekki að það fari neinn einn flokkur með mikinn sigur, það verður mjótt á mununum. Það verður farið bratt af stað í kosningabaráttuna og ýmsir vindar blása. Baráttan á milli flokkanna verður jöfn, allavega framan af og Árni Sigfússon verður að hafa töluvert fyrir því að koma inn í pólitíkina hérna í Reykjanesbæ, ég læt ekkert uppi um það hvort hann nær bæjarstjórastólnum eða ekki. Ég ætla að láta hann njóta vafans. Bæjarfélögin koma til með að þurfa að hugsa alvarlega um fjármálastöðu sína næstu árin.
Breytingar á toppum
Það verða miklar embættismannabreytingar hérna í Reykjanesbæ á ýmsum sviðum, í bönkunum og á stærri stöðum verður skipt um andlit, það verður mikið útspil í valdastöðum í bæjarfélaginu og í sveitarfélögunum í kring. Það vekur marga til umhugsunar þegar allt það útspil kemur nú á vordögum og menn spyrja sig hvort breytingar séu alltaf til góðs.
Atvinnulífið
Það verður gert markaðsátak í atvinnumálum og uppbyggingu atvinnuveganna, en árangurinn kemur fyrst 2003. Atvinnumarkaðurinn hefur verið of þröngur, en núna verða möguleikarnir auknir. Hitaveitan er gullmoli og ég sé hana gera stórkostlega hluti sem eiga eftir að auka tekjur fyrir þetta svæði, hún gerir stóra samninga við Bandaríkin um stofnun fyrirtækis og framtíð þess fyrirtækis er mjög björt. Eftir fimm til tíu ár reisir hitaveitan hátækniverksmiðju í sambandi við hátækniiðnaðinn, en það verður samvinna við stærri fyrirtæki úti í heimi. Þeir eiga líka eftir að finna efni í jörðinni sem þeir geta unnið annað úr og þróunin er í gangi í þá áttina núna með rannsóknum og þess háttar.
Þegar ég horfði á atvinnuþættina sem koma inn til að hjálpa þá er það sjávarútvegurinn og þessar tvær verksmiðjur sem ég nefndi áðan. Stærri verksmiðjan er einhverskonar vísindaleg efnaverksmiðja en hin framleiðsluverksmiðja tengd sjávarútvegi og ég gæti trúað því að hún yrði staðsett í Sandgerði, en efnaverksmiðjan verður staðsett úti á Reykjanesinu sjálfu. Ég sé líka einhverskonar kauphöll sem á eftir að rísa hérna eða fjármálamiðstöð og hún tengist til Evrópu. Allt þetta atvinnutengada ferli mun taka þrjú til fimm ár og það þarf að halda mjög vel utanum þessa þætti og ég sé ekki betur en það verði gert.
Keflavíkurverktakar fara í gegnum mikla endurskipulagningu og spilunum verður raðað upp á nýtt í kringum það fyrirtæki. Veldið breytist og fyrirtækinu verður skipt upp í einingar, mér sýnast það verða fimm einingar og ekki einn toppur sem stjórnar þeim heldur verði fimm minni toppar.
Ég sé samt að það getur verið erfitt fram á vorið í atvinnulífinu en það vex mikið sumarið 2002. Það sem virðist helst vanta hérna eru kvennastörf og ég sé smærri fyrirtæki í eigu og stjórn kvenna rísa á svæðinu og það skiptir gríðalegu máli. Það teygir anga sína inn í árið 2003. Mér finnst skipasmíðastöðin í Njarðvík koma sterk inn á næstu misserum, það á eftir að lifna mikið yfir skipasmíðinni eftir lægð og það lyftir upp þessu svæði þar í kring.
Jarðhræringar, eldgos
og veðurfar
Ég sé einhverjar jarðhræringar en engin stór eða stórkostleg mál. Það verður áfram jarðsig og hræringar, en ég sé ekki að það leiði til þess að það fari að gjósa á Reykjanesinu, ekki strax að minnsta kosti. Það er eitthvað að gerast við Kleifarvatn, þar verður meira jarðsig og vatnið heldur áfram að minnka. Veðrið verður að jafnaði gott þetta árið og ég sé ekki verulega slæman tíma.
Íþróttir
Það sem ég sé strax er að frjálsar íþróttir eiga eftir að fá meira vægi í Reykjanesbæ, þar sem þær hafa ekki verið mjög vinsælar hingað til, og ég sé ekki betur en það verði að minnsta kosti einn afreksmaður á því sviði héðan á þessu ári. Njarðvíkingar standa sterkir í körfuboltanum og Keflvíkingar verða ofarlega í deildinni í fótboltanum. Ég sé efnilegan dreng í sundinu sem er ennþá bara efnilegur, en kemur fram á sjónasviði á næstu misserum og stúlka sem mun vera í fremstu víglínu sundmanna landsins á árinu. Hér verður haldið stórmót í golfi og það koma frægir golfspilarar hingað að keppa, en heimamenn sýnast mér ekki hreppa stóru verðlaunin þó þeir séu góðir.
Menning
Menningarlífið þarf fjögur til fimm ár til að dafna þannig að alvöru atvinnulistamenn finni eitthvað við sitt hæfi hérna. Ég sé líka að það verður byggt menningar- og tónlistarhús hérna á næstu árum og mér sýnist það vera samstarfsverkefni nokkurra byggðarlaga og þessi menningarstöð tengist líka öðrum þjóðum. Það er eins og það vanti punktinn yfir i-ið til að menningarlíf nái að blómstra með góðu móti. Þetta er samt allt á uppleið og Ljósanóttin í Reykjanesbæ á þessu ári mun verða stórkostleg og endanlega festa sig í sessi.
Að lokum
Árið verður þungt framanaf en lyftist upp í júlí-ágúst og árið 2003 verður ennþá betra fyrir fjölskyldurnar á Suðurnesjum. Reykjanesbær á eftir að koma stekari út í lok ársins en í byrjun þess og það á líka við um hin byggðalögin á Suðurnesjum.