Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Völundur heimsækir Grindavík
Mánudagur 26. nóvember 2012 kl. 09:21

Völundur heimsækir Grindavík

Á dagskrá RÚV í kvöld kl. 18:25 er þátturinn Völundur sem fjallar um nýsköpun í iðnaði en þetta er annar þáttur af fimm. Þar verður Grindavík áberandi en í þættinum er fjallað um forvitnilega nýsköpun í iðnaði, um framleiðslu alkóhóls sem eldsneyti á bíla, um dýrmætar DNA-flögur sem eru afar mikilvægar, til dæmis í læknavísindunum og um hátæknigróðurhús sem nýta jarðhita, bæði í hefðbundum skala og mjög stórtæk.


Völundur er forvitnilegur og fjölbreyttur fræðsluþáttur um nýsköpun og þróunarstarf í íslenskum iðnaði. Leitað er fanga hjá sextán fyrirtækjum í afar ólíkum iðngreinum, allt frá kaffi- og ullariðnaði til tölvu- og véltæknigreina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umsjónarmaður er Ari Trausti Guðmundsson og um dagskrárgerð sá Valdimar Leifsson.

Grindavík.is