Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vök á fyrstu Trúnó-tónleikum haustsins
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 20. ágúst 2019 kl. 08:55

Vök á fyrstu Trúnó-tónleikum haustsins

Fyrstu Trúnó-tónleikar haustsins verða með hljómsveitinni Vök. Tónleikarnir fara fram 26. september í Bergi í Hljómahöll.

Sveitin sendi fyrr á árinu frá sér sína aðra breiðskífu, „In The Dark“ og í kjölfarið hóf hún ítarlegt tónleikaferðalag um Evrópu við góðar undirtektir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vök hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá því að þau unnu Músíktilraunir 2013. Síðan þá hefur sveitin gefið út tvær stuttskífur (EP) og breiðskífuna, „Figure“ sem var valin 'Raftónlistarplata ársins 2017' á Íslensku Tónlistarverðlaununum.

Sveitin hefur verið á þrotlausum tónleikaferðum um allan heim undanfarin ár og er ekkert gefið undan við að fylgja á eftir nýju plötunni.

Vök er á mála hjá útgáfufyrirtækinu Record Records á Íslandi en Nettwerk utan landsteinanna.

Tónleikaröðin Trúnó hefur slegið í gegn í Hljómahöll undanfarin misseri. Hugmyndin á bakvið tónleikaröðina er sú að halda stóra tónleika þar sem engu er til sparað en halda þá á minnsta sal Hljómahallar sem tekur aðeins 100 gesti í sæti. Þá eru listamennirnir sem koma fram á tónleikaröðinni vanari að spila fyrir töluvert stærri hóp áhorfenda.

Nánar hér.