Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vogavíkingur krýndur á kosningahátíð E-lista
Mánudagur 15. maí 2006 kl. 10:28

Vogavíkingur krýndur á kosningahátíð E-lista

Egill „Gillzenegger“ Einarsson, sjónvarpsmaður, pistlapenni og rithöfundur, hrósaði sigri í keppninni Vogavíkingurinn sem fór fram við opnun kosningaskrifstofu E-listans á laugardag. Skrifstofan er staðsett að Iðndal 10 og er opin kl. 20-22 virka daga og 16 til 22 um helgar.

Vogabúar fjölmenntu á atburðinn og skemmtu sér hið besta við að fylgjast með tilburðum tröllanna, en Egill vann nauman sigur á heimamanninum „Litla“ Jóni Helgasyni.

Þá tók Idol-stjarna þeirra Vogamanna, Bríet Sunna, lagið við Fiskvinnsluna og var umsetin af ungum aðdáendum í góða veðrinu.

E-lista-fólk bauð einnig upp á kaffi og kleinur og grilluðu pylsur í massavís. Frambjóðendur og stuðningsmenn segjast í tilkynningu vilja þakka þeim sem sem komu til opnunarinnar og þeim sem lögðu hönd á plóginn.

Mynd: Frá keppninni Vogavíkingurinn. Fornvörubíll fullur af börnum dreginn af miklum krafti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024