Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vogaverk á ÍNN í kvöld
Föstudagur 12. nóvember 2010 kl. 16:57

Vogaverk á ÍNN í kvöld

Vogaverk eru nýir sjónvarpsþættir sem byrja í sýningu á sjónvarpsstöðini ÍNN í kvöld, þann 12. nóvember.

Þátturinn Vogaverk fjallar um ungt par fær það óvænta tækifæri á að flytja til Voga á Vatnsleysuströnd en sá bær er þekktur fyrir að vera 98% fullkominn. Það sem þau vita ekki er að þau neyðast til að búa sitthvoru megin við hin 2 prósentin. Þannig þau fá að búa í þessari paradís nema verða undan endalausu ónæði frá mjög ófeimnum og frjálslegum Pólverja og svo dónalegri húsmóðir sem býr ásamt veruleikafirtum unglingssyni sínum. Ekki batna hlutnir þegar hinn mjög svo skrítni og óþroskaði bróðir stelpunnar flytur inná þau til að gera þeim lífið leitt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þættirnir eru gerðir af ungu kvikmyndagerðarfólki sem hefur nýlega lokið námi í kvikmyndagerð frá Kvikmyndaskóla Íslands ásamt því að þekktari andlit eins og Þórhallur Þórhallsson, fyndnasti maður Íslands 2007, og Sigfús Sigurðsson, handboltahetja, leika í stórum hlutverkum. Ásamt því koma Davíð Þór Jónsson og Ingvi Hrafn Jónsson inn sem gestahlutverk í þáttunum.

Þættirnir eru fimm talsins og verða sýndir á föstudagskvöldum og hefjast sýningar 12. nóvember á sjónvarpsstöðinni ÍNN og er partur af fjölbreyttari dagskrá sem stöðin er að hefja sýningu á.

Þættirnir hafa fengið styrk frá Sambandi sveitarfélga á Suðurnesja fyrir gerð þáttana.

Hér er trailer af þættinum : http://www.vimeo.com/16439663