Vogar: Forvarnarfundur í Tjarnarsal eftir helgi
Forvarnarfundur verður haldinn í Tjarnarsal í Stóru-Vogaskóla næstkomandi mánudag kl. 17. Kirkjan, Stóru-Vogaskóli og forvarnarfulltrúi bæjarins standa fyrir fundinum, sem er sérstaklega ætlaður foreldrum barna í eldri bekkjum grunnskólans og einnig unglingum sem komin eru af grunnskólaaldri. Þar munu Erlingur Jónsson frá forvarnarverkefninu Lundi og skjólstæðingar hans segja frá reynslu sinni af eiturlyfjavánni og eins kemru unglæknir frá slysadeildinni í Reykjavík sem segir frá því hvernig vímuefnavandi unglinga kemur þeim fyrir sjónir um helgar.
Erlingur og hans fólk frá Lundi var einmitt með kynningarfund fyrir 8.-10. bekk í vikunni þar sem börnin voru leidd í allan sannleik um mögulegar afleiðingar neyslu. Sveinn Alfreðsson, skólastjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að börnin hafi brugðist vel við fræðslunni. „Það hefur verið mikil vakning í þessum málum hjá krökkunum og þau voru afar áhugasöm um málið. Spurðu spurninga og ræddu málin. Við höfum verið að vinna markvisst í forvarnarmálum í kjölfarið á borgarafundi sem var hér í Vogum fyrir skemmstu og viljum gera enn betur. Það er mín ósk að við fáum jafnmarga á þennan fund, foreldra sem og börn.“
Vogamenn gera það ekki endasleppt í forvarnarmálum því að í síðustu viku fengu fermingarbörnin góðan gest í fræðslunni sinni þar sem Atli Steinn Guðmundsson, forvarnarfulltrúi frá Tollgæslunni í Reykjavík, leiddi börnin í allan sannleika um fíkniefnamarkaðinn og hættur fíkniefna, en auk þess var með honum í för fíkniefnahundurinn Skuggi.
Séra Bára Friðriksdóttir, sóknarprestur sagði að mikilvægt væri að börnin fengju þessa fræðslu í tæka tíð. „Þetta var mjög fróðlegur fundur og ég vona að það sitji í þeim sem forvörn að taka ekki fyrsta sopann eða fyrstu pilluna.
Við viljum endilega sjá sem flesta á fundinum á mánudag til að koma því á framfæri við foreldra að vera vakandi fyrir þessum vanda og hvernig þau geta brugðist við.“
Mynd: Forvarnarmál eru ofarlega á baugi í Vogum. Myndin er frá fjölmennum forvarnarfundi í sveitarfélaginu sem haldin var fyrir skemmstu. VF-mynd: elg.
Erlingur og hans fólk frá Lundi var einmitt með kynningarfund fyrir 8.-10. bekk í vikunni þar sem börnin voru leidd í allan sannleik um mögulegar afleiðingar neyslu. Sveinn Alfreðsson, skólastjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að börnin hafi brugðist vel við fræðslunni. „Það hefur verið mikil vakning í þessum málum hjá krökkunum og þau voru afar áhugasöm um málið. Spurðu spurninga og ræddu málin. Við höfum verið að vinna markvisst í forvarnarmálum í kjölfarið á borgarafundi sem var hér í Vogum fyrir skemmstu og viljum gera enn betur. Það er mín ósk að við fáum jafnmarga á þennan fund, foreldra sem og börn.“
Vogamenn gera það ekki endasleppt í forvarnarmálum því að í síðustu viku fengu fermingarbörnin góðan gest í fræðslunni sinni þar sem Atli Steinn Guðmundsson, forvarnarfulltrúi frá Tollgæslunni í Reykjavík, leiddi börnin í allan sannleika um fíkniefnamarkaðinn og hættur fíkniefna, en auk þess var með honum í för fíkniefnahundurinn Skuggi.
Séra Bára Friðriksdóttir, sóknarprestur sagði að mikilvægt væri að börnin fengju þessa fræðslu í tæka tíð. „Þetta var mjög fróðlegur fundur og ég vona að það sitji í þeim sem forvörn að taka ekki fyrsta sopann eða fyrstu pilluna.
Við viljum endilega sjá sem flesta á fundinum á mánudag til að koma því á framfæri við foreldra að vera vakandi fyrir þessum vanda og hvernig þau geta brugðist við.“
Mynd: Forvarnarmál eru ofarlega á baugi í Vogum. Myndin er frá fjölmennum forvarnarfundi í sveitarfélaginu sem haldin var fyrir skemmstu. VF-mynd: elg.