Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vogar: Byggt í sátt við álfa
Þriðjudagur 27. júní 2006 kl. 10:41

Vogar: Byggt í sátt við álfa

Skipulags- og byggingarnefnd Voga ákvað á síðasta fundi sínum að kalla til álfasérfræðing til að ræða við íbúa álagahóls sem stendur á byggingarreit við Vogagerði. Þar munu Búmenn reisa svokallað Stórheimili fyrir eldri borgara.

Þann 19. júní sl. kom Erla Stefánsdóttir, álfasérfræðingur, og ræddi við íbúa hólsins. Þeir fullvissuðu Erlu um að þeir væru sáttir við að á þessum stað yrði reist Stórheimili þar sem eldri borgarar í Sveitarfélaginu Vogum geta átt notalegt heimili með glæsilegu útsýni yfir Faxaflóann. Álfarnir hafa nú fundið sér annan samastað, en vildu ekki gefa upp nánari lýsingu á hvert þeir færu. Framkvæmdir við Vogagerði og Akurgerði geta nú haldið áfram, í sátt við álfa og menn.


Þetta kom fram á heimasíðu Voga. Mynd/vogar.is: Álfahóllinn sem um ræðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024