Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vogamenn veita styrki til nemenda og íþrótta
Knattspyrnulið Þróttara vann sig upp úr 4. deild í þá þriðju. Hér er Ásgeir bæjarstjóri að smella mynd af þeim. VF-mynd/pket.
Miðvikudagur 7. október 2015 kl. 11:00

Vogamenn veita styrki til nemenda og íþrótta

Úthlutað hefur verið árlegum styrkjum úr Mennta-, menningar- og afrekssjóði Sveitarfélagsins Voga. Veittur var peningastyrkur til þeirra þriggja nemenda sem náðu bestum árangri á grunnskólaprófi í Stóru-Vogaskóla sl. vor, ásamt því sem veittir voru styrkir til þeirra nemenda sem luku námi á 2. ári framhaldsskóla og þeim sem luku stúdentsprófi úr framhaldsskóla á tilsettum tímum. Þá var Knattspyrnudeild Þróttar einnig veittur styrkur úr sjóðnum, en meistaraflokkur karla náði þeim glæsta árangri á nýliðinni leiktíð að komast upp um deild og munu því keppa í þriðju deild að ári.
 
Sveitarfélagið efndi til móttöku í Álfagerði þar sem viðurkenningarnar voru afhentar. Nemendur eða fulltrúar þeirra tóku við viðurkenningarskjölunum, en Páll Guðmundsson fyrirliði meistaraflokks karla veitti viðurkenningu knattspyrnudeildar viðtöku.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Styrkþegar eða fulltrúar þeirra ásamt Ásgeiri bæjarstjóra.