Vogamenn hreinsa upp ruslið í bænum
Nú þegar vorið er á næsta leiti munu íbúar Sveitarfélagsins Voga taka höndum saman um að gera bæinn snyrtilegan fyrir sumarið. Umhverfisvikan hefst mánudaginn 22. maí og lýkur 29. maí.
Á heimasíðu Sveitarfélagsins eru ýmsar tillögur lagðar fram um hvernig bæjarbúar geti lagt sitt að mörkum. Einnig er áhersla lögð á mikilvægi þess að flokka allt rusl. Þá verður íbúum boðið upp á að fjarlægja járnarusl, svo sem bílhræ eða annað sambærilegt og geta þeir skilið garðúrgang eftir í ruslapokum við lóðarmörk sem teknir verða fyrir þá.