Atnorth
Atnorth

Mannlíf

Fjölskyldudagar í fullum gangi
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 16. ágúst 2025 kl. 09:03

Fjölskyldudagar í fullum gangi

Fjölskyldudagar, bæjarhátíð Voga, er í fullum gangi þessa dagana en hátíðin hófst miðvikudaginn 13. ágúst og lýkur á morgun, sunnudag. 

Dagskráin hefur verið fjölbreytt, allt frá fjölbreyttum íþróttakeppnum til tónlistar, KK var t.d. meðal tónlistarmanna á tónleikum í Háa bjalla á fimmtudagskvöld, sem er skógur Vogabúa. Í gærkvöldi var brekkusöngur og var það hin frábæra Guðrún Árný Karlsdóttir sem stýrði söngnum að sinni alkunnu snilld. Hér er hægt að sjá dagskrá Fjölskyldudaga en inni í henni er ekki heimaleikur Þróttar í dag kl. 16, á móti Víkingi Ólafsvík. 

Víkurfréttir kíktu á stemninguna í Brekkusöngnum í gærkvöldi.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025