Vogabúar tilbúnir fyrir Landsmót UMFÍ 50+
Landsmót UMFÍ 50+ hefst á fimmtudaginn og voru það Vogabúar sem hrepptu hnossið og fá að halda mótið í ár. Keppt er í þremur greinum á fimmtudaginn og svo rekur hver greinin aðra fram til klukkan tvö á sunnudag þegar mótinu verður slitið. Inni á milli verða viðburðir, t.d. heimatónleikar á þremur heimilum í Vogum á föstudagskvöldið.
Víkurfréttir tóku púlsinn á nokkrum valinkunnum Vogabúum í aðdraganda mótsins.
Árni Rúnar Árnason starfaði lengi í Vogum en býr í dag í Hafnarfirði.
„Ég kem til með að keppa í sundi, 50m bak, 50m bringu, 50m skrið og 100m skriðsundi. Ég ætla líka að keppa í frjálsum í kúluvarpi, kringlukasti ,spjótkasti og lóðakasti. Svo ætla ég að reyna fara á sem mest af kvölddagskránni.
Þetta er mjög skemmtilegt mót og ég var með í Stykkishólmi í fyrra og ég var þá strax ákveðinn í að vera með á þessu móti,“ sagði Árni Rúnar.