Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vodafone hjólin fjarlægð
Mánudagur 21. júlí 2008 kl. 16:04

Vodafone hjólin fjarlægð

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Almenningshjólin sem voru við Sundmiðstöðina í Reykjanesbæ hafa verið fjarlægð. Hjólin voru í góðu lagi að sögn starfsmanns sundmiðstöðvarinnar og mikið í útleigu. Það sama er ekki hægt að segja um alla staði.

Hjólaherferðin hjá Vodafone mistókst á landsvísu því búið er að innkalla öll hjól. Hér sást ekki almenningur með biluð hjól á öxlunum um allan bæ. Algengasta bilunin á Akureyri t.d. var: lint  í dekkjum, ónýtt stýri, skökk framdekk, lélegar bremsur og of stór keðja.

Kannski lentu hjólreiðagarpar ekki í vandræðum í Reykjanesbæ vegna flatneskjunnar sem hér er.

Í kvöldfréttum stöðvar tvö í gær kom fram að of mikill tilkostnaður varðandi viðhald setti strik í reikninginn og því var tekið á það ráð að innkalla hjólin að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Vodafone.

Víkurfréttamyndir-IngaSæm