Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vitinn sem vísar veginn
Fimmtudagur 10. júní 2004 kl. 22:54

Vitinn sem vísar veginn

Vitarnir á Garðskaga hafa vísað sjófarendum veginn í rúma öld. Fyrst var það gamli vitinn sem byggður var árið 1897 og síðar sá nýi, sem byggður var lýðveldisárið 1944. Ekki erum við nú viss um það að vitarnir hafi nokkuð að segja fyir svona stórt og mikið skip sem sést sigla fyrir Garðskaga með Snæfellsjökul í baksýn. Eitt er víst að í gamla daga hefði það verið fengur að fá flutningaskip í fjöruna með öllu því góssi sem því fylgir. Þannig eru einhver hús í Garði byggð úr efni sem féll til við skipsskaða á Garðskagaflös. Fraktararnir halda sig fjarri henni.

Ljósm.: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024