Vistunarmat - hvert á að snúa sér?
Samkvæmt lögum skal í hverju heilsugæsluumdæmi starfa þjónustuhópur aldraðra sem sveitastjórnir skipa í að loknum sveitarstjórnakosningum. Í heilsugæsluumdæmi Reykjaness er hópurinn þannig skipaður :
Kristmundur Ásmundsson yfirlæknir á heilsugæslustöð, Elín Jakobsdóttir deildarstjóri heimahjúkrunar sem tilnefnd eru af héraðslækni Reykjaneshéraðs, Hilmar Jónsson (til vara Trausti Björnsson) tilnefndir af FEB á Suðurnesjum, tveir fulltrúar eru skipaðir af sveitastjórnum án tilnefningar, það eru þær Erla Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur Garði
Oddný Mattadóttir formaður þjónustuhóps, valin af stjórn SSS.
Samkvæmt lögum skal þjónustuhópurinn hafa eftirtalin verkefni á starfsvæði sínu:
1. Að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu.
2. Að gera tillögur til sveitastjórna um öldrunarþjónustu.
3. Að leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru.
4. Að vistunarmeta aldraða.
Þjónustuhópurinn skal í störfum sínum hafa að leiðarljósi það markmið laganna að aldraðir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar gerist þörf.
Þjónustuhópurinn vill koma á framfæri að ef einstaklingur eða aðstandandi hans telur þörf á stofnunarvist til frambúðar, þ.e. á dvalarheimili eða hjúkrunarheimili, þarf að liggja fyrir vistunarmat. Laufey Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur sér um það fyrir þjónustuhópinn. Hún veitir upplýsingar um ferlið og hvaða kostir eru í boði að undangengnu mati m. a.á heilsufars og félagslegum þáttum einstaklingsins. Hún tekur á móti beiðnum og fyrirspurnum á miðvikudögum frá kl 13-16 í síma 898-7185.
Kristmundur Ásmundsson yfirlæknir á heilsugæslustöð, Elín Jakobsdóttir deildarstjóri heimahjúkrunar sem tilnefnd eru af héraðslækni Reykjaneshéraðs, Hilmar Jónsson (til vara Trausti Björnsson) tilnefndir af FEB á Suðurnesjum, tveir fulltrúar eru skipaðir af sveitastjórnum án tilnefningar, það eru þær Erla Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur Garði
Oddný Mattadóttir formaður þjónustuhóps, valin af stjórn SSS.
Samkvæmt lögum skal þjónustuhópurinn hafa eftirtalin verkefni á starfsvæði sínu:
1. Að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu.
2. Að gera tillögur til sveitastjórna um öldrunarþjónustu.
3. Að leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru.
4. Að vistunarmeta aldraða.
Þjónustuhópurinn skal í störfum sínum hafa að leiðarljósi það markmið laganna að aldraðir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar gerist þörf.
Þjónustuhópurinn vill koma á framfæri að ef einstaklingur eða aðstandandi hans telur þörf á stofnunarvist til frambúðar, þ.e. á dvalarheimili eða hjúkrunarheimili, þarf að liggja fyrir vistunarmat. Laufey Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur sér um það fyrir þjónustuhópinn. Hún veitir upplýsingar um ferlið og hvaða kostir eru í boði að undangengnu mati m. a.á heilsufars og félagslegum þáttum einstaklingsins. Hún tekur á móti beiðnum og fyrirspurnum á miðvikudögum frá kl 13-16 í síma 898-7185.